ATH: Við lokum ofninum frá 28.06-05.09. Á þessum tíma erum við ekki að gera Gleym Mér Ei minningarsteininn en við munum taka við pöntunum og getum tekið við ösku. Þær pantanir verða svo afgreiddar um leið og kveikt verður aftur á ofninum. Við þökkum fyrir skilninginn.

Gleym Mér Ei

Að þurfa kveðja gæludýrið sitt er ein sú erfiðasta ákvörðun sem þarf að taka sem gæludýraeigandi.

Við hjá Reykjavík Glass bjóðum gæludýraeigendum upp á fallega minningu sem varir að eilífu. Gleym Mér Ei glersteinninn er handgerður úr endurunnu gleri og inní honum þyrlast askan eins og hvirfilvindur.

Verð: 10.000 ISK.

Gleym Mér Ei er handgert á Íslandi úr endurunnu gluggagleri.